Fjárfestingarstefna Birtu lífeyrissjóðs er mótuð og ákvörðuð af stjórn og starfsfólki sjóðsins. Stefnan á við um samtryggingardeild, séreignardeild og deild tilgreindrar séreignar. Við mótun stefnunnar eru hagsmunir sjóðfélaga og ávöxtun á eignum sjóðsins, að teknu tilliti til áhættu, ávallt hafðir að leiðarljósi.
Samtryggingardeild, séreignardeild og deild tilgreindrar séreignar
Fjárfestingarstefna Birtu lífeyrissjóðs er vegvísir sjóðsins við fjárfestingar og ávöxtun fjármuna sjóðfélaga í samtryggingar-og séreignardeild sjóðsins til skemmri og lengri tíma. Hún byggir á lögum og reglum sem um sjóðinn gilda og á hugmyndafræði sem er ætlað að tryggja öryggi, gæði og arðsemi eigna til langs tíma. Stefnan er mótuð af stjórn og starfsfólki sjóðsins og byggir á viðurkenndu verklagi sem viðhaft er árlega við endurskoðun stefnunnar. Verklagið byggir á samvalskenningum um blandað eignasafn verðbréfa sem mynda eignaflokka sem raðað er saman eftir tilgreindum forsendum hvar markmiðið er að ná hæstu mögulegu ávöxtun til lengri tíma litið að teknu tilliti til áhættu. Forsendur byggja á sögulegum gögnum og skoðun stjórnar og starfsmanna sjóðsins á horfum til framtíðar sem fjallað er um í stefnunni. Í grunninn er fjárfestingarstefnan hugsuð til langs tíma. Engu að síður er hún endurskoðuð árlega af stjórn Birtu með tilliti til efnahagsaðstæðna hverju sinni og breytinga í umhverfi sjóðsins.
Í eftirfarandi töflu eru tilgreindar fjárhagslegar forsendur stefnunnar ásamt þeim viðmiðunarvísitölum sem sjóðurinn setur hverjum eignaflokki.
Tegund vísitölu | ||||
Dagvextir á millibankamarkaði með ISK | ||||
Blanda af verðtryggðum og óverðtryggðum ríkisskuldabréfum | ||||
Opinberir aðilar, vísitala reiknuð af Kviku | ||||
Sértryggð skuldabréf banka, vísitala reiknuð af Kviku | ||||
Vísitala vtr. markaðsskuldabréfa og vxt. á sjóðfélagalánum Birtu | ||||
Fyrirtækjaskuldabréf, vísitala reiknuð af Kviku | ||||
Vísitala skráðra félaga í kauphöll, arðgreiðsluleiðrétt | ||||
Heimsvísitala ásamt nýmörkuðum, arðgreiðsluleiðrétt | ||||
75% heimsvísitala hlutabréfa og 25% vísitala innlendra félaga | ||||
Barclays Global Aggregate Index, erlend skuldabréfavísitala | ||||
4,05% | ||||
1) Vænt ávöxtun mv. spágildi úr markaðskönnun | ||||
2) Vænt ávöxtun mv. 10 ára sögulega ávöxtun viðmiðunarvísitalna | ||||
3) Vænt áhætta mv. vegið flökt viðmiðunarvísitalna |
Ákvarðanir um fjárfestingar sem rúmast innan þeirra marka sem stjórn Birtu setur í fjárfestingarstefnu sjóðsins eru byggðar á skynsemisreglu. Sú regla byggir á almennum kröfum sem gerðar eru til stjórnar og starfsmanna Birtu við mótun stefnunnar og þeim fjárfestingum sem gerðar eru í samræmi við hana. Um er að ræða almennar kröfur sem taldar eru skynsamlegar þegar lágmarkskröfum laga sleppir. Reglan endurspeglast í töluliðum 1-5 í 1. mgr. 36. gr. laga um lífeyrissjóði nr. 129/1997 en megininntak hennar er að stjórn og starfsmenn lífeyrissjóða setji hagsmuni sjóðfélaga framar öðrum hagsmunum, og sinni störfum sínum með ábyrgð, aðgát, kunnáttu og kostgæfni að leiðarljósi. Reglan er því ákveðið atferli og framkvæmd sem felur í sér að forsendur fjárfestingarstefnunnar og fjárfestinga sjóðsins séu byggðar á greiningu gagna sem standast rökrétta rýni fremur en magnbundnar takmarkanir. Skynsemisreglan leitast því við að tryggja að stefnan og fjárfestingar sjóðsins séu byggðar upp með faglegum hætti til hagsbóta fyrir sjóðfélaga hans og í samræmi við langtíma markmið og hugmyndafræði fjárfestinga. Til að styðja við þetta verklag setur stjórnin sjóðnum fjölmargar reglur og viðmið í fjárfestingarstarfsemi hans sem taldar eru skynsamar og líklegar til að tryggja að langtímamarkmið sjóðsins í fjárfestingum náist.
Fjárfestingarstefna Birtu og hugmyndafræði fjárfestinga sjóðsins grundvallast á eftirfarandi langtímamarkmiðum sem hafa verið skilgreind að séu best til þess fallin að gæta hagsmuna sjóðfélaga í hvívetna.
Taflan sýnir fjárfestingarstefnu ársins 2025 og vikmörk hennar samkvæmt eignaflokkun Birtu og eignaskiptingu samtryggingardeildar í árslok 2024
Það er mat stjórnar sjóðsins að þessi fjárfestingarstefna geti skilað samtryggingardeild sjóðsins 6,3% raunávöxtun á árinu 2025 með 6,3% flökti ávöxtunar á milli mánaða eins og eignasamsetningunni er lýst í töflunni hér fyrir neðan ásamt þeim vikmörkum sem eru sett í hverjum eignaflokki. Þá er það mat stjórnar að langtíma horfur endurspegli 4,6% raunávöxtun til lengri tíma eins og fjárfestingarstefnan er sett fram með fyrirvara um árlega endurskoðun. Það er mat stjórnar að þær forsendur sem lýst er í stefnunni sé í samræmi við þær almennu kröfur sem skynsemisreglur laga um lífeyrissjóði kveða á um með hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi.
* Langtímahorfur miðast við sögulega ávöxtun viðmiðunarvísitalna 10 ár aftur í tímann og markmið um eignasamsetningu fyrir árið 2025.
Eignasamsetning 31.12.2024 | ||||
0,5% | ||||
13,4% | ||||
4,7% | ||||
1,2% | ||||
17,7% | ||||
6,5% | ||||
15,1% | ||||
27,8% | ||||
13,1% | ||||
37,9% | ||||
15,7% | ||||
7,3% | ||||
6,3% | ||||
4,6% |
Séreignardeild Birtu býður upp á þrjár mismunandi sparnaðarleiðir fyrir sjóðfélaga
Þær sparnaðarleiðir eru innlánsleið, skuldabréfaleið og blönduð leið. Eins og nöfn þeirra gefa til kynna eru leiðirnar mismunandi með tilliti til einstakra eignaflokka og áhættustigs. Þá eru þær hugsaðar fyrir mismunandi æviskeið og geta sjóðfélagar nýtt sér eina þeirra eða fleiri samtímis.
Tilgreind séreign býðst þeim sjóðfélögum sem eru aðilar að kjarasamningi ASÍ og SA frá 1. júlí 2017 þar sem viðkomandi gefst kostur á að ráðstafa að hluta eða öllu leyti iðgjaldi umfram 12% skylduframlag í tilgreinda séreignardeild. Frá ársbyrjun 2022 fengu sjóðfélagar Birtu í tilgreindri séreign kost á því að velja sömu sparnaðarleiðir og eru í boði fyrir sjóðfélaga hinnar hefðbundnu séreignar Birtu, þ.e. innlánsleið, skuldabréfaleið og blandaða leið.
Grundvöllur séreignarsparnaðar er annars eðlis en í samtryggingardeild þar sem inneign sjóðfélaga í séreignardeild, hvort heldur hefðbundinni eða tilgreindri séreign, byggist á krónuframlagi sjóðfélagans að viðbættri áunninni ávöxtun á það framlag. Þá gilda einnig aðrar reglur um sparnað í séreign heldur en um samtryggingu þegar viðkemur erfðamálum en séreignin erfist við fráfall sjóðfélaga ólíkt réttindum sjóðfélaga í samtryggingardeild.
Taflan sýnir fjárfestingarstefnu innlánsleiðarinnar fyrir árið 2025 ásamt vikmörkum og eignaskiptingu hennar í árslok 2024.
Það er mat stjórnar sjóðsins að þessi fjárfestingarstefna geti skilað innlánsleið sjóðsins 3,5% raunávöxtun á árinu 2025 með 0,1% flökti ávöxtunar á milli mánaða.
Eignasamsetning 31.12.2024 | ||||
100,0% | ||||
0,0% | ||||
0,0% | ||||
7,7% | ||||
0,1% | ||||
3,5% |
Taflan sýnir fjárfestingarstefnu skuldabréfaleiðarinnar fyrir árið 2025 ásamt vikmörkum og eignaskiptingu hennar í árslok 2024.
Það er mat stjórnar sjóðsins að þessi fjárfestingarstefna geti skilað skuldabréfaleiðinni 3,1% raunávöxtun á árinu 2025 með 3,7% flökti ávöxtunar á milli mánaða.
Eignasamsetning 31.12.2024 | ||||
1,4% | ||||
44,5% | ||||
11,1% | ||||
11,8% | ||||
12,8% | ||||
13,3% | ||||
5,0% | ||||
0,0% | ||||
8,0% | ||||
7,3% | ||||
3,7% | ||||
3,1% |
Taflan sýnir fjárfestingarstefnu blönduðu leiðarinnar fyrir árið 2025 ásamt vikmörkum og eignaskiptingu hennar í árslok 2024.
Um er að ræða markmiðssetningu einstakra eignaflokka og vikmörk þeirra. Það er mat stjórnar sjóðsins að þessi fjárfestingarstefna geti skilað blönduðu leiðinni 6,2% raunávöxtun á árinu 2025 með 5,9% flökti ávöxtunar á milli mánaða.
Eignasamsetning 31.12.2024 | ||||
1,3% | ||||
23,3% | ||||
2,4% | ||||
9,4% | ||||
0,3% | ||||
7,1% | ||||
15,3% | ||||
38,0% | ||||
2,9% | ||||
38,0% | ||||
6,0% | ||||
10,5% | ||||
5,9% | ||||
6,2% |
Framkvæmdastjóra sjóðsins er falið að fylgja fjárfestingarstefnum beggja deilda eftir og tryggja að fjárfestingarferlinu sé fylgt eftir til hins ýtrasta. Stjórn sjóðsins hefur samkvæmt reglum um upplýsingaskyldu framkvæmdastjóra til stjórnar eftirlit með fylgni sjóðsins við stefnuna og skipar áhættunefnd og fjárfestingaráð sér til stuðnings við það eftirlit. Auk fjárfestingarstefnu mótar stjórn sjóðsins áhættustefnu sem skarast við fjárfestingarstefnuna og er áhættustjóra falið að fylgjast með hlítingu og áhættumörkum eins og þau eru skilgreind í áhættustefnu. Þar til viðbótar mótar stjórn sjóðsins eigendastefnu sem framkvæmdastjóra er ætlað að fylgja eftir og sameiginlega mynda þessar stefnur heildstæða umgjörð um fjárfestingarstarfsemi sjóðsins.