Skyldusparnaður leggur grunn að lífinu eftir starfslok og tryggir ævilangan lífeyri og áfallalífeyri.
Launamenn, atvinnurekendur og þeir sem stunda sjálfstæða starfsemi skulu greiða iðgjöld í lífeyrissjóð frá 16 ára til 70 ára aldurs. Aðild að Birtu lífeyrissjóði byggist á ákvæðum kjarasamninga stéttarfélaga, aðild fyrirtækja eða á almennum forsendum. Í sjóðnum eru launamenn sem starfa hjá aðildarfyrirtækjum og/eða byggja starfskjör sín á kjarasamningum stéttarfélaga. Þeim er líka heimil aðild sem hvorki eru bundnir kjarasamningum tengdra stéttarfélaga né njóta ráðningarbundinna starfskjara sem byggð eru á kjarasamningum en óska eigi að síður eftir aðild að sjóðnum.
Í árslok 2024 áttu 103.750 einstaklingar réttindi í samtryggingardeild Birtu lífeyrissjóðs. Á árinu 2024 greiddu 18.892 iðgjald til samtryggingardeildar en 19.146 árið 2023. Virkir sjóðfélagar voru 16.875, það er að segja þeir sem greiddu að jafnaði iðgjöld til sjóðsins með reglubundnum hætti í mánuði hverjum. Alls greiddu 7.766 launagreiðendur iðgjöld og námu iðgjaldagreiðslur til samtryggingardeildar 23.134 milljónum króna að meðtöldum réttindaflutningi og endurgreiðslum. Framlag ríkisins til jöfnunar á örorkubyrði nam 232.232 milljónum króna á árinu en var 233.563 milljónir króna á árinu 2023.
Á árinu 2024 námu iðgjaldagreiðslur til séreignardeildar, fyrir réttindaflutninga og endurgreiðslur, 1.094 milljónum króna en 1.052 milljónum króna árið áður. Það er 4% hækkun frá fyrra ári. Iðgjaldagreiðslur til tilgreindrar séreignardeildar, fyrir réttindaflutninga og endurgreiðslur, námu 615 milljónum króna á árinu 2024.
Bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis | 9,86% |
Raflagnir | 5,69% |
Vélavinnsla málma | 3,61% |
Pípulagnir | 3,47% |
Veitingastaðir | 3,25% |
Bílasala | 2,97% |
Almenn bílaverkstæði | 2,27% |
Hitaveita | 2,04% |
Hótel og gistiheimili | 1,87% |
Álframleiðsla | 1,81% |
Stórmarkaðir og matvöruverslanir | 1,61% |
Millilanda- og strandsiglingar | 1,45% |
Almannatryggingar | 1,45% |
Heildverslun | 1,42% |
Bílaréttingar og sprautun | 1,30% |
Önnur byggingastarfsemi | 1,29% |
Málningavinna | 1,27% |
Annað | 53,37% |
Ríkissjóður Íslands | |
Marel Iceland | |
Rarik ohf. | |
Rio Tinto á Íslandi | |
Landsvirkjun | |
GR Verk ehf. | |
Veitur ohf. | |
Atvinnuleysistryggingarsjóður | |
Samskip hf. | |
Ístak hf. | |
Brimborg | |
Kaupfélag Skagfirðinga | |
Eykt ehf. | |
Securitas hf. | |
Fæðingarorlofssjóður | |
BERJAYA Hótel | |
Rafholt ehf. | |
Íslensk verkmiðlun | |
Norðurál Grundartangi | |
Byggingafélag Gylfa og Gunnars hf. |