Til baka í yfirlit

Leiðin að kolefnis­hlutleysi

Rekstur lífeyrissjóðs er ekki orkufrekur rekstur en Birta telur það engu að síður mikilvægt að vera fyrirmynd og setja sér metnaðarfull markmið varðandi mælingu útblásturs, minnkun á kolefnisspori og mótvægisaðgerðir

Kolefnisspor Birtu

Leiðin að árangri

Ein af lykil framtíðaráherslum Birtu er að stýra starfsemi sjóðsins og eignasafni hans í átt að fullu kolefnishlutleysi (e. net-zero) árið 2040 og styðja þannig við loftslagsmarkmið Íslands og Parísarsamninginn.

Birta byggir kolefnisútreikninga sína á alþjóðlega viðurkenndri aðferðafræði Greenhouse Gas Protocol, út frá beinni og óbeinni losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) sem er skilgreind á eftirfarandi hátt:

  • Umfang 1: Bein losun gróðurhúsaloftegunda sem kemur frá starfsemi sjóðsins til dæmis frá faratækjum og vélum fyrirtækisins.
  • Umfang 2: Óbein losun frá framleiðslu aðkeyptrar orku sem notuð er fyrir starfsemi sjóðsins til dæmis í formi rafmagns og hita.
  • Umfang 3: Öll önnur óbein losun sem á sér stað í aðfangakeðju sjóðsins, hjá Birtu er það helst losun eignasafnsins.

myndrobert

Birta styðst við PCAF (e. Partnership for Carbon Accounting Financials) staðalinn til ramma inn áætlaða losun gróðurhúsaloftegunda út frá eignasafni. PCAF-aðferðafræðin er alþjóðlegt samstarfsverkefni fjármálastofnanna sem vinnur að því þróa og innleiða samræmda nálgun til að meta og birta losun gróðurhúsaloftegunda (GHL) og byggir á áðurnefndum Greenhouse Gas Protocol.

Varðandi mælingar á GHL í rekstri er notast við reiknilíkan frá verkfræðistofunni Eflu en sjóðurinn naut ráðgjafar frá Eflu þegar kom að innleiðingu ISO 14001 umhverfisstaðlinum.

Fjármögnuð kolefnislosun Birtu

Markmið og helstu niðurstöður

Til að möguleiki sé á að ná tilsettu markmiði um kolefnishlutleysi árið 2040 þarf fyrst að ná utan um þá losun sem á sér stað í dag og í framhaldi setja fram raunhæf markmið um næstu skref. Unnið er að innleiðingu reglulegs eftirlits með fjármagnaðri losun samkvæmt Greehouse Gas Protocol aðferð. Að auki er mikilvægt að átta sig á þeirri áhættu sem hækkun hitastigs jarðar hefur á eignasafn Birtu og er unnið að gerð loftlagsáhættustefnu fyrir sjóðinn með það að markmiði að draga út þeirri áhættu.

Á árinu 2024 lét Birta framkvæma loftslagsáhættugreiningu sem er mikilvægur þáttur í að skilja þær áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir í umhverfismálum og hvernig hægt er að takast á við þær.

Markmið Birtu er að ná utan um fjármagnaða losun fyrir allt eignasafnið, sem samanstendur af um það bil 65% innlendum eignum og 35% erlendum eignum. Í ár náðist að reikna fyrir yfir 90% af innlenda safninu og 77% af erlendum skráðum hlutabréfum.

Ákveðið var að reikna fjármagnaða losun afturvirkt fyrir árið 2023 og ná yfir stærra hlutfall af innlenda eignasafninu en gert var árið á undan. Upplýsingar fyrir árið 2024 liggja ekki að fullu fyrir og því er ekki hægt að reikna fjármagnaðan útblástur nema fyrir hluta safnsins.

Birta vann í samstarfi við Veru, sjálfbærnilausn Creditinfo, við mat á kolefnislosun innlenda eignasafns samtryggingardeildar fyrir árið 2023. Á grundvelli gagna úr Morningstar var fjármagnaður útblástur erlendra hlutabréfa samtryggingar einnig reiknaður. Aðferðafræði PCAF nær enn sem komið er ekki yfir alla eignaflokka í safni Birtu, en reiknað var fyrir eftirfarandi flokka:

  • Skráð hlutabréf og skuldabréf innlendra hlutafélaga
  • Óskráð hlutabréf og skuldabréf
  • Veðskuldabréf fyrirtækja
  • Fasteignalán / sjóðfélagalán
  • Fjárfestingar í ríkisskuldabréfum
  • Skráð erlend hlutabréf

Lykilatriði aðferðafræðinnar er svokallað losunarhlutfall eða „attribution factor” sem gefur til kynna hversu mikið af losun fyrirtækja telst sem óbein losun fjármálafyrirtækisins.​ Losunarhlutfall er reiknað á mismunandi máta eftir eignaflokkum, sjá nánar hér.​

Fjármagnaður útblástur

Helstu niðurstöður voru eftirfarandi:

  • Mögulegt var að greina 93% af innlenda eignasafni sjóðsins, sem er umtalsverð aukning frá fyrra ári þegar hægt var að greina 79%.
  • Skuldabréf sveitarfélaga og laust fé eru utan umfangs greiningarinnar.
  • Fjármögnuð losun vegna fjárfestinga og útlána Birtu lífeyrissjóðs var 132.031 tCO₂ árið 2023, að frádreginni losun vegna landnotkunar, breyttrar landnotkunar og skógræktar (LULUCF) í íslenska hagkerfinu. Sé það ekki dregið frá er losunin 311.237 tCO₂.
  • Losun vegna húsnæðislána er lítil í samanburði við aðra eignaflokka sjóðsins, um 2 kgCO₂-ígildi á hverja milljón sem lánuð er.
  • Mesta losunin er vegna fjárfestinga í ríkisskuldabréfum, eða um 283.858 tCO₂/ISKm með LULUCF.
  • Losunarkræfni ríkisskuldabréfa er 1,09 tCO₂/ISKm án LULUCF, en 2,96 tCO₂/ISKm með LULUCF.
  • Gagnagæði í greiningunni eru góð; vegið meðaltal gagnagæða innlenda safnsins er 2,5 á skalanum 1–5, þar sem lægra er betra.
  • Heildarlosun í umfang 1 og 2 í innlendum hlutabréfum er 19.143 tCO₂. Mest fjármögnuð losun í skráða hlutabréfamarkaðnum kemur frá Eimskip hf., Fly Play hf. og Icelandair Group hf.
  • Af óskráðum félögum bera Bakkastakkur eignarhaldsfélag (yfir kísilmálmverksmiðjuna á Bakka) og Jarðvarmi slhf. (eignarhaldsfélag yfir HS Orku) ábyrgð á langstærstum hluta fjármagnaðrar losunar.
  • Losunarkræfni innlenda eignasafnsins er 0,41 tCO₂/ISKm.
  • Reiknuð var losun fyrir skráð erlend hlutabréf og náðist að greina 77% af erlenda eignasafninu. Heildarlosun (umfang 1 og 2) var 59.270 tCO₂ og losunarkræfni, umreiknuð í íslenskum krónum, er 0,44 tCO₂/ISKm.
Fjármagnaður útblástur Birtu lífeyrissjóðs 2023
Eignaflokkur Heildareignir (ISKm) Umfang 1&2 Umfang 3 Losunarkræfni (tC02í/ISKm) Vegin gagnagæði (innan umfangs)
Fasteignalán 60.503 121 0 0,002  4,0 
Innlend hlutabréf
Skráð hlutabréf 80.310 19.143 84.745 0,24 1,7
Óskráð hlutabréf 29.727 6.881 7.225 0,31 3,9
Lán til óskráðra félaga 37.949 750 3.087 0,02 3,2
Skuldabréf
Ríkisskuldabréf (m. LULUCF) 96.544 283.858 - 2,96 1,0
Ríkisskuldabréf (án LULUCF) 96.544 104.652 - 1,09 1,0
Skuldabréf óskráðra félaga 28.675 155 59 0,01  1,7
Skuldabréf skráðra félaga 10.202 328 4.135 0,032 1,7
Samtals (án LULUCF) 343.909 132.031 99.250 0,41 2,5
Erlend hlutabréf 135.865 59.270 446.641 0,44 2,0