Rekstur lífeyrissjóðs er ekki orkufrekur rekstur en Birta telur það engu að síður mikilvægt að vera fyrirmynd og setja sér metnaðarfull markmið varðandi mælingu útblásturs, minnkun á kolefnisspori og mótvægisaðgerðir
Leiðin að árangri
Ein af lykil framtíðaráherslum Birtu er að stýra starfsemi sjóðsins og eignasafni hans í átt að fullu kolefnishlutleysi (e. net-zero) árið 2040 og styðja þannig við loftslagsmarkmið Íslands og Parísarsamninginn.
Birta byggir kolefnisútreikninga sína á alþjóðlega viðurkenndri aðferðafræði Greenhouse Gas Protocol, út frá beinni og óbeinni losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) sem er skilgreind á eftirfarandi hátt:
Birta styðst við PCAF (e. Partnership for Carbon Accounting Financials) staðalinn til ramma inn áætlaða losun gróðurhúsaloftegunda út frá eignasafni. PCAF-aðferðafræðin er alþjóðlegt samstarfsverkefni fjármálastofnanna sem vinnur að því þróa og innleiða samræmda nálgun til að meta og birta losun gróðurhúsaloftegunda (GHL) og byggir á áðurnefndum Greenhouse Gas Protocol.
Varðandi mælingar á GHL í rekstri er notast við reiknilíkan frá verkfræðistofunni Eflu en sjóðurinn naut ráðgjafar frá Eflu þegar kom að innleiðingu ISO 14001 umhverfisstaðlinum.
Markmið og helstu niðurstöður
Til að möguleiki sé á að ná tilsettu markmiði um kolefnishlutleysi árið 2040 þarf fyrst að ná utan um þá losun sem á sér stað í dag og í framhaldi setja fram raunhæf markmið um næstu skref. Unnið er að innleiðingu reglulegs eftirlits með fjármagnaðri losun samkvæmt Greehouse Gas Protocol aðferð. Að auki er mikilvægt að átta sig á þeirri áhættu sem hækkun hitastigs jarðar hefur á eignasafn Birtu og er unnið að gerð loftlagsáhættustefnu fyrir sjóðinn með það að markmiði að draga út þeirri áhættu.
Á árinu 2024 lét Birta framkvæma loftslagsáhættugreiningu sem er mikilvægur þáttur í að skilja þær áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir í umhverfismálum og hvernig hægt er að takast á við þær.
Markmið Birtu er að ná utan um fjármagnaða losun fyrir allt eignasafnið, sem samanstendur af um það bil 65% innlendum eignum og 35% erlendum eignum. Í ár náðist að reikna fyrir yfir 90% af innlenda safninu og 77% af erlendum skráðum hlutabréfum.
Ákveðið var að reikna fjármagnaða losun afturvirkt fyrir árið 2023 og ná yfir stærra hlutfall af innlenda eignasafninu en gert var árið á undan. Upplýsingar fyrir árið 2024 liggja ekki að fullu fyrir og því er ekki hægt að reikna fjármagnaðan útblástur nema fyrir hluta safnsins.
Birta vann í samstarfi við Veru, sjálfbærnilausn Creditinfo, við mat á kolefnislosun innlenda eignasafns samtryggingardeildar fyrir árið 2023. Á grundvelli gagna úr Morningstar var fjármagnaður útblástur erlendra hlutabréfa samtryggingar einnig reiknaður. Aðferðafræði PCAF nær enn sem komið er ekki yfir alla eignaflokka í safni Birtu, en reiknað var fyrir eftirfarandi flokka:
Lykilatriði aðferðafræðinnar er svokallað losunarhlutfall eða „attribution factor” sem gefur til kynna hversu mikið af losun fyrirtækja telst sem óbein losun fjármálafyrirtækisins. Losunarhlutfall er reiknað á mismunandi máta eftir eignaflokkum, sjá nánar hér.
Helstu niðurstöður voru eftirfarandi:
Vegin gagnagæði (innan umfangs) | |||||
4,0 | |||||
Innlend hlutabréf | |||||
1,7 | |||||
3,9 | |||||
3,2 | |||||
Skuldabréf | |||||
1,0 | |||||
1,0 | |||||
1,7 | |||||
1,7 | |||||
2,5 | |||||
2,0 |